Holmavik Tourist Information in Strandir

News

11/08/2010 09:28

Djúpavíkurdagar, hrútaþukl og stórdansleikur framundan á Ströndum

Hinir árlegu Djúpavíkurdagar fara fram um komandi helgi í Djúpavík. Þar verða hverskyns tónleikar og listsýningar í gangi að venju. Meðal annarra kemur hljómsveitin Hraun fram með Svavar Knút í fararbroddi. Á Sauðafjársetrinu í Sævangi fer fram Íslandsmeistaramótið í hrútadómum sem er skemmtilegur viðburður og jafnan fjölsóttur. Á laugardagskvöldinu stendur Sauðfjársetrið fyrir dansleik með Geirmundi Valtýssyni. Frekari upplýsingar um viðburði framundan er að finna á atburðadagatalinu hér á síðunni okkar. Smellið hér.

29/07/2010 07:19

Tónleikar á Hótel Djúpavík laugardaginn 31. júlí

Chip KanoneeLaugardagskvöldið 31. júlí verður þýska hljómsveitin Chip Kanonee með tónleika á Hótel Djúpavík. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Chip Kanonee kemur frá Leipzig Þýskalandi og er tónlist hljómsveitarinnar blanda af ýmsum stefnum svo sem djazz og þjóðlagatónlist og Bossa Nova takturinn gerir tónlistaráhrifin frá Norður Ameríku að einstaklega fögru tónlistarlandslagi

Concert - "Chip Kanonee" - Hotel Djupavik 31 July 2010, 21:00

Having its roots in Jazz, Country and Folk, and claiming nativeness – Chip Kanonee is yearning for simplicity facing an orchestral horizon. Rhythms of Bossa Nova as companion turn the North American influences into a soundscape of extraordinary beauty.

28/07/2010 13:26

Rokktónleikar á Hólmavík fimmtudaginn 29. júlí

Hefst kl. 20:00
Sumargleði tónlistarútgáfunnar Kimi Records mun halda til Vestfjarða á fimmtudag fyrir verslunarmannahelgi og halda nokkra tónleika. Meðal annars verður Bragginn á Hólmavík heimsóttur á fimmtudag og munu m.a. koma fram hljómsveitirnar Retro Stefson, Reykjavík!, Nolo, Morðingjarnir og Snorri Helgason. Sumargleðin hefur ferðast um víðan völl í sumar og komið við á ýmsum bæjarhátíðum. Ýmsar hljómsveitir taka þátt og flestar eiga þær það sammerkt að vera undir hatti útgáfunnar Kimi Records.
Lesa meira...

Rock Concert in Holmavik Thursday 29 July - Time 20:00

The rock bands Reykjavík!, Nolo an Morðingjarnir among other rock musicians will have a concert in Bragginn in Holmavík on Thursday 29 July.

26/07/2010 09:00

Handverk og listmunir fást víða á Ströndum

Skartgripur frá StrandasilfriÁ Ströndum er hægt að nálgast vandað handverk á nokkrum stöðum. Á Hólmavík er Strandakúnst með vandaða handverksverslun með hverskyn ullarvörur og aðra hönnun og þar skammt frá í opnu verkstæði er handverksmaðurinn Hafþór Þórhallsson með fuglasmiðjuna sína.

Norður í Trékyllisvík í Árneshreppi smíðar Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir forláta silfur skartgripi undir heitinu Strandasilfur. Þeir eru til sölu í Minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík auk þess sem hún selur þá í gegnum Facebooksíðu Strandasilfurs og sendir hvert á land sem er. Meðfylgjandi mynd er ef einum gripum Strandasilfurs en fjölda annarra ljósmynda af þeim er að finna á síðunni.

Í Minja- og handverkshúsinu Kört er einnig hægt að nálgast vandaða smíðagripi úr rekaviði eftir Valgeir Benediktsson. Galdrasýning á Ströndum er með minjagripasölu sem tengist viðfangsefni sýninga sinna og Sauðfjársetur á Ströndum einnig.

Photo Gallery: Hólmavík

Winter Nights in Holmavik

© 2013 - info@holmavik.is - Strandir Tourist Information Centre in Holmavik

Create a free websiteWebnode